Reynsla af einkavæðingu og einkaframkvæmd

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 10:02:20 (8173)

2002-04-24 10:02:20# 127. lþ. 127.3 fundur 730. mál: #A reynsla af einkavæðingu og einkaframkvæmd# þál. 24/127, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 127. lþ.

[10:02]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. frá efh.- og viðskn. um skipan nefndar til að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd. Tillögugreinin felur í sér að ríkisstjórnin skipi nefnd og að í henni verði m.a. fulltrúar allra þingflokka. Hlutverk nefndarinnar á að vera að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd og líta sérstaklega til þeirra ríkja sem einkavæðing og einkaframkvæmd hefur verið í gangi.

Þessi tillaga var efnislega samþykkt 9. maí árið 2000. Slík tillaga hafði verið flutt af Ögmundi Jónassyni o.fl. og vísað til nefndarinnar. Þá flutti nefndin brtt. við tillögugreinina en ónákvæmni var talin vera í ályktuninni eins og hún var samþykkt. Hér er verið að gera bragarbót á og væntanlega kemst þetta til skila eins og þetta stendur hér. Efh.- og viðskn. leggur til að þingið samþykki þáltill. og gerir ekki tillögu um að hún fari til nefndarinnar heldur beint til síðari umr.