Húsnæðismál Kvikmyndasafns Íslands

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 13:06:01 (8198)

2002-04-24 13:06:01# 127. lþ. 128.1 fundur 655. mál: #A húsnæðismál Kvikmyndasafns Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 127. lþ.

[13:06]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil harma þá stöðu sem hér er komin upp að allt í einu ári eftir að við afgreiðum safnalög í mikilli sátt frá þinginu, og kom mjög til álita hvort setja ætti Kvikmyndasafn Íslands undir þau en varð ekki af, stöndum við allt í einu frammi fyrir því að Kvikmyndasafn Íslands og allt sem því tilheyrir er á götunni. Sérstaklega er tilfært að þarna hafi verið um að ræða umframkeyrslu vegna þess að þar sem safnið taldi sig hafa húsaleigusamning til margra ára fram undan hafi verið að lagðir miklir fjármunir í endurbætur.

Ég verð að segja að mér finnst að það þurfi að koma fram einhverjar mjög góðar og gildar skýringar aðrar en ég hef hingað til séð á þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Auðvitað verður að krefjast þess að safninu sé séð fyrir sómasamlegum skilyrðum.