Afgreiðsla mála fyrir þinghlé

Föstudaginn 26. apríl 2002, kl. 10:11:36 (8245)

2002-04-26 10:11:36# 127. lþ. 130.91 fundur 550#B afgreiðsla mála fyrir þinghlé# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 127. lþ.

[10:11]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vænti þess að alþingismenn muni sinna þeim störfum sem þeir voru kjörnir til að gegna innan þings og utan þings af trúmennsku. Til þess að geta gert það á markvissan hátt þurfum við að byggja á áætlunum sem mark er á takandi. Ef þær áætlanir standast ekki þá þarf að ganga við viðræðna um nýjar áætlanir og það var einfaldlega það sem ég var að óska eftir.

Að sjálfsögðu sinna alþingismenn sínum störfum, bæði í þingsalnum og utan þingsalarins þar sem þeir vinna að því að undirbúa þingmál og sinna ýmsum mikilvægum þáttum þessa starfs. Ég er einfaldlega að óska eftir skipulegum og markvissum vinnubrögðum og fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs er ég að bjóða fram starfskrafta okkar í því efni.