Atvinnuréttindi útlendinga

Laugardaginn 27. apríl 2002, kl. 12:21:28 (8298)

2002-04-27 12:21:28# 127. lþ. 131.16 fundur 204. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (heildarlög) frv. 97/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 127. lþ.

[12:21]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er fært til þessa horfs í frv. til að leita samræmis við aðrar greinar og önnur ákvæði þessa frv. þannig að námsmenn teljist ekki í sérflokki hvað þetta varðar. Talið er réttara að hafa þetta til aðeins lengri tíma, að menn séu að koma hér raunverulega til náms en leiti ekki hingað til lands á þeim undir því yfirskini að þeir séu í námi en séu í raun að leita inn á vinnumarkaðinn. Það mundi því teljast, að tólf mánuðum liðnum, að námsmenn séu hér sem slíkir en auðvitað er rétt að veita þeim heimild til að taka þátt í atvinnulífinu eins og frv. gerir ráð fyrir.