Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:34:43 (8341)

2002-04-29 11:34:43# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hæstv. ráðherra þurfi að kanna þetta mál betur því að hún segir að markaðurinn hafi ráðið verðinu. Var þetta sett í útboð? Var þetta sett á uppboð? Nei. Mér sýnist hæstv. ráðherra ekkert vita hvað hún er að tala um. Það var bara samið um þetta. Það er hjákátlegt þegar verið er að tala um verðgildi hluta í ríkiseignum, að það eigi að fá sem best verð fyrir þá, því það var ekki gert. Ekkert var kannað. Ég held að það sé eins gott að hæstv. ráðherra viti það hér með. Það var ekkert kannað þannig að hæstv. ráðherra er að fara með algjört fleipur í þessu máli, virðulegi forseti. Því miður.