Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:36:51 (8343)

2002-04-29 11:36:51# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:36]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Því miður held ég meira að segja að hv. formaður iðnn. hafi ekki heldur lesið frv. sem hann flytur. Það er ekki verið að ræða um heimild. Öll verð liggja fyrir í greinargerðinni þannig að þegar þetta verður samþykkt er ekki hægt að bjóða upp á neina samninga eftir það.

Hvernig var staðið að verðmætamatinu? Hv. þm. upplýsir að hann hafi ekki neitt kannað það, hafi ekki hugmynd um það og hafi ekki einu sinni ætlað sér að kanna það. Mér finnst svona vinnubrögð vera alveg ótæk, virðulegi forseti, af hv. formanni iðnn., og styður enn betur þá tillögu sem hér er um að málinu verði vísað frá og að bæði hæstv. ráðherra og hv. formaður iðnn. lesi frv. áður en þau fjalli hér um það.