Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 14:33:22 (8356)

2002-04-29 14:33:22# 127. lþ. 132.1 fundur 670. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (norsk-íslenski síldarstofninn) frv. 50/2002, SvanJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[14:33]

Svanfríður Jónasdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. sjútvrh. hefur ákveðið að kvótasetja norsk-íslenska síldarstofninn í samræmi við úthafsveiðilögin. Samfylkingin hefur haft allt aðra stefnu en meiri hlutinn á Alþingi þegar kemur að úthlutun veiðiréttinda og hefur í samræmi við það margoft lagt til að öðruvísi yrði farið með þennan stofn en að úthluta varanlegum aflahlutdeildum og það án endurgjalds. Hvaða viðmiðunarár meiri hlutinn kýs að nota við slíkar kvótasetningu er ekki grundvallarmál. En stefna meiri hlutans við úthlutun veiðiréttar er óásættanleg og til að undirstrika andstöðu sína greiðir Samfylkin atkvæði gegn þessu máli.