Atvinnuréttindi útlendinga

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 15:53:20 (8383)

2002-04-29 15:53:20# 127. lþ. 132.18 fundur 204. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (heildarlög) frv. 97/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[15:53]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað alltaf teygjanlegt hvað séu sanngirnisástæður og mannúðarsjónarmið. Að mínu mati mætti þetta dæmi sem hv. þm. tók falla undir hvort tveggja, sanngirnisástæður og mannúðarsjónarmið, þannig að það væri nú hægt að nýta greinina til þess að liðka til fyrir þessu fólki.

Það er líka rétt að benda á 7. gr. þar sem einnig er gert ráð fyrir því að tekið sé tillit til mannúðarsjónarmiða ef útlendingi hefur verið veitt bráðabirgðadvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga. Það er því víða tekið á þessu og reynt að huga þannig að þessum málum að ekki sé brotið á neinum það sem menn geta kallað sanngirnissjónarmið og mannúðarsjónarmið. Ég held reynt hafi verið að semja þennan texta með það fyrir augum.