Atvinnuréttindi útlendinga

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 16:14:51 (8388)

2002-04-29 16:14:51# 127. lþ. 132.18 fundur 204. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (heildarlög) frv. 97/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[16:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Ég hef, herra forseti, borið þetta spursmál um tímabundið eða óbundið atvinnuleyfi undir íslenskufróða menn sem telja að hvort tveggja geti gengið og hvort tveggja geti verið rétt mál.

Þetta er greiðari leið fyrir námsmenn. Þeir eru meðhöndlaðir með öðrum hætti en annar vinnukraftur. Fyrir annan vinnukraft þarf atvinnurekandinn að sækja um leyfi handa viðkomandi. Námsmennirnir geta hins vegar komið til landsins og fengið leyfi eftir á þegar þá lystir að fara að taka þátt í atvinnulífinu. Úr gömlu lögunum var fellt niður að þeir þurfi að leita umsagnar stéttarfélags.