Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 18:06:24 (8408)

2002-04-29 18:06:24# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[18:06]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er svo einfalt mál að það þarf ekki nema andsvar til að útskýra það. Það sem hér er um að ræða er að ríkisstjórnin, samkvæmt tillögu iðnrh., ákvað að flytja frv. um að selja skyldi hlut ríkisins í verksmiðjunni. Ég á að sjálfsögðu fulla aðild að því máli og er mjög ánægður með að það skuli vera niðurstaða ríkisstjórnarinnar. Síðan er aflað heimildar til að gera það með því frv. sem vonandi verður hér að lögum. Þetta er allt saman alþekkt og ekkert afbrigðilegt með neinum hætti. Og það sem meira er: Það er mjög ánægjulegt að málið skuli komið á þetta stig og að það skuli hafa svo víðtækan stuðning á Alþingi og það skuli bara vera fulltrúar forneskjunnar hér í þingsölum sem tala gegn þessu og beita sér gegn þessu. (Gripið fram í: Hverjir eru það?) Það eru auðvitað fulltrúar Vinstri grænna sem hafa talað hér manna mest um málið. Ég er hræddur um að þeir þurfi að flytja nokkrar ræðurnar enn til að hysja upp um sig buxurnar í þessu máli eins og þeir hafa talað, í það minnsta í minn garð.