Útlendingar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 23:53:58 (8441)

2002-04-29 23:53:58# 127. lþ. 132.19 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, Frsm. minni hluta GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[23:53]

Frsm. minni hluta allshn. (Guðrún Ögmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja hv. þm. hvort hún taki undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á að málaflokkurinn heyri undir tvö ráðuneyti eða ekki. Mér fannst það ekki alveg skýrt í máli hennar.

Það hefur líka verið alveg ljóst að skilyrði fyrir búsetu, þ.e. þessi þrjú ár og námskeið í íslensku að þeim tíma loknum, á ekki við um norræna borgara og ekki við um EES-borgara. Við erum því að tala um aðra utan þess svæðis þannig að það er ekki jafnræði á meðal útlendinga, svo því sé bara haldið til haga einu sinni enn. Ég vil gjarnan vita hvort þingmaðurinn taki undir þá gagnrýni að við þyrftum heildarstefnumótun undir eitt ráðuneyti eða hvort hún vilji áfram halda málefnunum í tveim, þó að við getum lesið heilt út úr því þó að þau séu tvö.