Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:17:57 (8485)

2002-04-30 10:17:57# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:17]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Í ljósi þess að áform um sölu Steinullarverksmiðjunnar eru fyrst og fremst til komin vegna bágrar fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þess að um málið eru mjög deildar meiningar heima í héraði þá leggur minni hlutinn til að málinu verði vísað frá og tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá.