Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:19:28 (8487)

2002-04-30 10:19:28# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:19]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þetta söluferli Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki er til komið vegna greiðsluerfiðleika Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sá vandi er til kominn vegna rangrar tekjuskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga og þeirrar byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sem hefur reynst mjög andsnúin landsbyggðarsveitarfélögum. Þessari stefnu þarf að snúa við.

Virðulegi forseti. Á sínum tíma var hart barist fyrir Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Hún er afar mikilvæg fyrir atvinnu í byggðarlaginu. Ríkið á ekki að ýta undir óvissu um framtíð fyrirtækisins heldur styrkja stöðu þess með því að halda eignarhlut sínum. Þess vegna ber að vísa þessu máli frá, virðulegi forseti, og taka fyrir næsta mál á dagskrá.