Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:21:37 (8488)

2002-04-30 10:21:37# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:21]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Vinnubrögð hv. iðnn. í þessu máli hafa verið með endemum. Ekki voru fengnir umsagnaraðilar til nefndarinnar. Ekki voru kallaðir til fulltrúar Samkeppnisstofnunar, en Samkeppnistofnun hefur þó um þetta mál að segja og skilyrði sem hún setur ræður endanlega sölunni. Ekki voru kallaðir til með eðlilegum hætti fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Málið er mjög umdeilt í Skagafirði. Ekki hefur verið leitað eftir umsögnum hjá starfsmönnum Steinullarverksmiðjunnar. Auk þess, virðulegi forseti, hefur verið farið á svig við öll lög og reglur sem gilda um sölu á eignum ríkisins því að þar ber bæði að leita óhlutdrægs verðmats og einnig líka kanna fleiri kaupendur en einn.

Virðulegi forseti. Þessi málatilbúnaður allur er andstæður hagsmunum Skagfirðinga.