Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:24:20 (8491)

2002-04-30 10:24:20# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:24]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Gefið hefur verið í skyn í þessum umræðum að óeðlilega sé að málum staðið varðandi framlagningu frv. og efni þess. Það er að sjálfsögðu rangt. Hér er eðlilega að öllu staðið og greinin sem nú er verið að greiða atkvæði um gengur út á að heimila að ráðstafa helmingi andvirðis af söluverðmæti ríkisins í verksmiðjunni til baka til þeirra sem hlut eiga að máli.

En það vekur athygli mína að hérna í salnum er einn fyrrv. iðnrh., hv. þm. Sverrir Hermannsson sem á sínum tíma opnaði þessa verksmiðju og flutti ræðu og lét þess þá getið að eignarhluti ríkisins í verksmiðjunni væri til sölu. Þess vegna undrast ég það mjög að hann treystir sér ekki til þess að styðja meginefnisgrein þessa frv. En svo liggur hver sem hann hefur um sig búið í þessu máli eins og öðrum. Ég segi já.