Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:25:19 (8492)

2002-04-30 10:25:19# 127. lþ. 133.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:25]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Allir eru hlynntir samgöngubótum úti um allt land. En aðkoman að þessu máli er fáránleg. Sá málatilbúnaður að kaupa menn til ákvarðanatöku um sölu eigna með þeim formerkjum að það fari til annarrar uppbyggingar er röng aðkoma að málinu. Það ber að standa að vegabótum á þessu svæði á eðlilegum nótum á vegáætlun. Þess vegna segjum við nei. Aðalmálið fyrir Skagfirðinga er að halda verksmiðjunni til lengri tíma litið. Að veita einhverja fjármuni til nauðsynlegra verkefna um stundarsakir er ekki rétt aðkoma að þessu máli.