Útlendingar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:39:18 (8495)

2002-04-30 10:39:18# 127. lþ. 133.4 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, GÖ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:39]

Guðrún Ögmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að afgreiða afar umdeilt frv. um málefni útlendinga, heildarlög. Við í stjórnarandstöðunni á Alþingi lýsum allri ábyrgð á þessu frv. á hendur meiri hlutanum og munum sitja hjá við allar brtt. en greiða atkvæði gegn frv. við lokaafgreiðslu.