Útlendingar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 10:39:48 (8496)

2002-04-30 10:39:48# 127. lþ. 133.4 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, ÞKG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[10:39]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um frv. til laga um útlendinga. Þar er að mínu mati um mikilsverða réttarbót að ræða, framfaraspor, enda núgildandi lög um útlendinga frá árinu 1965.

Hv. allshn. hefur farið afar vel yfir málið, kannað öll gögn og upplýsingar sem nefndinni hafa borist á tveimur þingum. Í frv. hefur m.a. verið tekið tillit til stjórnsýslulaga og flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og fleira mætti telja. Frv. tekur til réttinda og skyldna þeirra útlendinga sem hingað koma en um leið er í frv. tækifæri til að útlendingar aðlagist sem fyrst íslensku samfélagi en einangrist ekki líkt og víðs vegar í Evrópu. Því segi ég já.