Athugasemdir um atkvæðagreiðslu

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:08:40 (8504)

2002-04-30 11:08:40# 127. lþ. 133.93 fundur 563#B athugasemdir um atkvæðagreiðslu# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:08]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil minna hv. þm. á að ég sló í bjöllu við það tilefni sem hv. þm. nefndi. Ég vil einnig minna á að fyrir því er löng þinghefð, svo löng sem ég man, að áður en atkvæðagreiðsla hefst um einstök mál geti fulltrúar einstakra þingflokka kvatt sér hljóðs og gert almenna grein fyrir afstöðu þingflokks síns til málsins. Ég er þeirrar skoðunar að það sé góð regla að slíkt sé hægt að gera.

Ég er hins vegar sammála hv. þm. um að óski þingmenn eftir því að fara út í almennar umræður undir þeim dagskrárlið þá er ekki til þess ætlast. (SJS: Og það gildi þá um alla?) Það má segja að forseta sé vandi á höndum og hann er skeikull.