Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:10:05 (8505)

2002-04-30 11:10:05# 127. lþ. 133.7 fundur 640. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (heildarlög) frv. 78/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:10]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er verið að ræða um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar sem hefur þróast í þá veru að nú er veittur í hana 1 milljarður á ári. Hann rennur til um það bil 1.400 fjölskyldna. Þannig fara um 800 þús. kr. á ári á hverja fjölskyldu. Síðan eru menn farnir að niðurgreiða skynsamlegar framkvæmdir af því að þær eru ekki lengur skynsamlegar, í samkeppni við þessa niðurgreiddu orku.

Þetta er farin að verða töluvert mikil vitleysa. Auðvitað er þetta nákvæmlega hið sama og varð Sovétríkjunum að falli. Ég vil því endilega að hv. þingmenn skoði nákvæmlega á hvaða braut þeir eru og ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.