Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:11:49 (8507)

2002-04-30 11:11:49# 127. lþ. 133.7 fundur 640. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (heildarlög) frv. 78/2002, AKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 127. lþ.

[11:11]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Við stofnsetningu nýrra hitaveitna á strjálbýlum svæðum getur viðmiðunartími endurgreiðslna vegna rafhitunarkostnaðar skipt sköpum um hvort hitaveitan geti nokkurn tíma borið sig eða ekki. Hitaveitur eru alls staðar mikilvægar en kannski hvergi mikilvægari en á svæðum þar sem verið er að byggja upp nýjar atvinnugreinar. Í því sambandi má t.d. nefna Hofsós og nágrenni þar sem er verið að setja upp ferðaiðnað. Ég mun því sitja hjá við atkvæðagreiðslu um 12. gr.