Breyting á frumvarpi um vinnuvernd

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 11:53:23 (8518)

2002-04-30 11:53:23# 127. lþ. 134.93 fundur 564#B breyting á frumvarpi um vinnuvernd# (aths. um störf þingsins), ÖJ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[11:53]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að fyrir þinginu liggur þingmál sem ber heitið Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum. Þetta hljómar vel og þegar frv. kom upphaflega fram ætluðu menn að byggt yrði á samkomulagi aðila á vinnumarkaði um heilsuvernd á vinnustöðum. Síðan kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur rifið út úr samkomulaginu að kröfu atvinnurekendasamtakanna ákvæði sem verið hefur í lögum síðan 1980 og skerðir þannig lögbundin réttindi launafólks til heilsuverndar.

Herra forseti. Á morgun er 1. maí, baráttu- og samstöðudagur verkalýðshreyfinginnar. Er þetta kveðja íslensku ríkisstjórnarinnar til íslensks launafólks? Er þetta kveðja hæstv. félmrh. til íslensks launafólks? Er þetta 1. maí ávarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar?