Búfjárhald o.fl.

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 12:38:07 (8538)

2002-04-30 12:38:07# 127. lþ. 134.28 fundur 338. mál: #A búfjárhald o.fl.# (heildarlög) frv. 103/2002, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[12:38]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Með þessu frv. er ekki verið að auka álögur á sveitarfélögin, þau eru óbreytt frá því sem verið hefur. Í raun er verið að draga úr nálægð eftirlitsaðila sem gera eftirlitið allt miklu skilvirkara. Ég tel að með þeim breytingum sem í frv. séu verði lögin mjög góð.

Það er líka verið að stækka búfjáreftirlitssvæðin. T.d. er Búnaðarsambandinu heimilt að sinna öllu þessu eftirliti. Nálægðin sem áður var hefur verið mjög erfið. Það er mjög erfitt að taka á málum hjá nágranna sínum ef ekki er þar allt í lagi. En það var algjört samkomulag í hv. landbn. um að leggja þennan kostnað ekki alfarið á herðar bænda, sem eru ekki of vel haldnir í rekstri sínum og kostnaði.