Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 14:00:43 (8557)

2002-04-30 14:00:43# 127. lþ. 134.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjálmar Árnason fer hér út um víðan völl og spyr spurninga sem hann hefði átt að leita svara við í iðnn. sem er undir hans forustu. (HjÁ: Það er ein spurning. Svaraðu henni.) Hitt er alveg ljóst að það er ágreiningur um málið í Skagafirði. (Gripið fram í.) Það er öllum ljóst. Og það er mitt mat að það sé miklu öruggara fyrir fyrirtækið og fyrir Skagfirðinga að ríkið haldi hlut sínum, ekki síst við núverandi aðstæður. Ef sveitarfélagið hefur í hyggju að selja sinn hlut á ríkið að standa vörð um sinn hlut. Mat mitt er að það sé besti kosturinn fyrir Skagfirðinga þar sem nú er verið að fara á flot með að ríkið dragi sig út úr eigninni. Það er mitt mat að það sé ekki góður kostur fyrir Skagfirðinga. (HjÁ: Þeir hafi rangt fyrir sér?)