Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 16:04:19 (8586)

2002-04-30 16:04:19# 127. lþ. 134.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[16:04]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Þegar svo er komið fyrir einhverjum stað að hann á allt undir ákvörðunum stjórnmálamanna hætta einkaaðilar að fjárfesta þar. Fátt er óöruggara en að eiga allt sitt undir afstöðu eða duttlungum stjórnmálamanna. Það er því heilbrigðismerki á hverjum stað þegar opinbert fé og bein áhrif stjórnmálamanna fara út úr atvinnurekstrinum en einkafjármagnið leitar inn. Það lýsir trausti á staðnum. Það er að gerast í Skagafirði með þessari aðgerð. Ég segi já.