Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 21:39:20 (8598)

2002-04-30 21:39:20# 127. lþ. 134.4 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, Frsm. 1. minni hluta JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[21:39]

Frsm. 1. minni hluta sjútvn. (Jóhann Ársælsson) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við vorum nokkuð langt fram eftir í gærkvöldi eða fram á nóttina svolítið, og mér finnst farið að teygjast úr þessum degi líka. Þessi dagur er líka dálítið sérstakur því að á morgun er 1. maí og ég geri ekki ráð fyrir því að þeir sem stjórna í Alþingi vilji ganga á rétt þeirra sem halda þann dag hátíðlegan. Ég spyr þess vegna hæstv. forseta hvort ekki sé orðið ljóst hve lengi verði haldið áfram í kvöld. Mér finnst ekki ganga að það verði með sama brag og síðustu nótt. Er eitthvert svar að fá við þessum spurningum?

(Forseti (GuðjG): Þessi áminning var óþörf. Forsetar þingsins hafa ákveðið að þessum fundi ljúki þannig að starfsfólk þingsins komist heim áður en þessum sólarhring lýkur.)