Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 11:13:39 (8614)

2002-05-02 11:13:39# 127. lþ. 135.8 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[11:13]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef átt ýmsu að venjast á hinu háa Alþingi. Ég hef hins vegar aldrei heyrt það frá hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur að hún ljúgi hér í ræðustólnum, (Forseti hringir.) hún skrökvi í ræðustól, fari með rangt mál í ræðustólnum. En það var einmitt það sem hún gerði hér og bar það á mig að ég hafi lagst gegn því að Hafnfirðingar fengju þessa tilskildu upphæð við 1. og 2. umr. máls. Ég sagði það þvert á móti að þeir ættu að njóta þess sama og ég fer þess á leit, herra forseti, að hv. þm. biðjist afsökunar á orðum sínum.