Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:30:13 (8625)

2002-05-02 12:30:13# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:30]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins taka af allan vafa, það er mjög mikill stuðningur við þetta frv. hjá sveitarfélögunum. Á fund félmn. mættu Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, Gunnlaugur Júlíusson, deildarstjóri hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þeir lögðu mjög mikla áherslu á að þetta frv. yrði að lögum núna vegna þess stuðnings sem kemur í gegnum það til sveitarfélaganna við rekstur á félagslega íbúðakerfinu. Auk þess hefur komið hér fram hversu mikið hagræði þetta er fyrir þá einstaklinga sem vilja losna úr félagslegum eignaríbúðum.