Umhverfisstofnun

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 18:59:35 (8687)

2002-05-02 18:59:35# 127. lþ. 135.13 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[18:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skil það þá þannig að hv. þm. sé að meina að hugsanlega kæmi einhver matvælastofnun síðar og þá ættu heilbrigðisfulltrúarnir hugsanlega að hafa einhverjar áhyggjur af sinni stöðu, ef matvælastofnun yrði einhvern tíma sett á laggirnar. Ég held að hv. þm. sé að hafa áhyggjur langt fram í tímann og að ástæðulausu og engin ástæða til að vera að blanda stöðu heilbrigðisfulltrúa sem eru með ákveðin svæði samkvæmt ákveðnum lögum inn í þessa umræðu því að það á engan veginn við.