Umhverfisstofnun

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 19:00:24 (8688)

2002-05-02 19:00:24# 127. lþ. 135.13 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[19:00]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Hvort sem það á við eða ekki, þá er staðan sú að verið er að setja á fót stofnun sem er ekki fullmótuð og vissulega hafa þeir starfsmenn sem vinna við viðkomandi stofnanir og þau sveitarfélög sem þetta snertir áhyggjur. Og ekki bara hvað varðar starfsmennina heldur líka verkefnin. Auðvitað hafa menn áhyggjur. Það hefði hugsanlega verið hægt að draga úr þeim áhyggjum ef verkið hefði verið komið lengra á veg en hér er.