Umhverfisstofnun

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 20:08:47 (8698)

2002-05-02 20:08:47# 127. lþ. 135.13 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[20:08]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það eru samt 25 lög sem gilda um þær stofnanir sem hér er verið að tala um. Kannski hefði verið ástæða til að fara yfir hvort ekki ætti að taka með einhverjum hætti á því að samræma þá lagasetningu alla sem mun þá gilda um þessa stofnun. 25 lög gilda um hana miðað við það sem hér liggur fyrir.

Ég verð líka að segja alveg eins og er að auðvitað er hægt að ná ákveðinni hagræðingu fram með því að blanda saman hinum ýmsu aðilum sem eiga að fjalla um mál eins og þau sem hér er verið að tala um. En er það heppilegt? Er heppilegt að koma nánast í veg fyrir það með einhverju fyrirkomulagi að gagnrýnin umfjöllun eigi sér stað í umhverfi þar sem menn hafa sjálfstæði til að setja hana fram? Í staðinn á að hræra öllu saman í einn graut og hafa yfir einn mann sem úrskurðar og hefur ekki einu sinni sérfræðikunnáttu á sviðinu sem hann á að úrskurða um.