Heimsókn sendinefndar rússnesku Dúmunnar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:03:05 (8788)

2002-05-03 14:03:05# 127. lþ. 137.92 fundur 575#B heimsókn sendinefndar rússnesku Dúmunnar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli hv. alþm. á því að þingmannasendinefnd frá Dúmunni, rússneska þinginu, undir forustu Pjotr Romanovs, varaforseta þingsins, er stödd nú á þingpöllum. Sendinefndin er stödd hér á landi í boði Alþingis. Ég vil fyrir hönd Alþingis bjóða varaforseta rússnesku Dúmunnar, Pjotr Romanov, þá þingmenn sem með honum eru og fylgdarlið velkomin í Alþingishúsið og vænti þess að för þeirra til Íslands verði til þess að styrkja þau góðu tengsl sem eru á milli Alþingis og rússnesku Dúmunnar.

Ég vil biðja hv. þm. að votta hinum rússnesku gestum og rússnesku þjóðinni vináttu og virðingu með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]