Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:05:46 (8790)

2002-05-03 14:05:46# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:05]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég mótmæli harðlega að Alþingi samþykki þessi lög um ríkisábyrgð þar sem forsendur eru allar mjög vafasamar. Málið hefur ekki fengið þá athugun og skoðun sem tilefni er til. Efh.- og viðskn. var meinað að sjá viðskiptaáætlanir fyrirtækisins, meinað að fá upplýsingar um eignarhald á fyrirtækinu. Ekki voru kallaðir til óháðir aðilar til ráðgjafar um fjármál og vísindalega stöðu fyrirtækisins heldur einvörðungu hlustað á fulltrúa deCODE og aðila sem eru í hagsmunatengslum við fyrirtækið. Lögum um ríkis\-ábyrgð var vikið til hliðar, jafnræðissjónarmið að engu höfð. Herra forseti. Ég vænti þess að þeir alþingismenn sem kunna að vera persónulega hagsmunatengdir fyrirtækinu greiði ekki atkvæði, enda bryti slíkt í bág við lög og reglur.

Ég leyfi mér að óska eftir því að fram fari nafnakall um málið.