Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:06:45 (8791)

2002-05-03 14:06:45# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, fjmrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:06]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Sumir hv. þm. og fréttamenn hafa talað um þetta þingmál eins og hér sé verið að veita ábyrgðina sem um er rætt í málinu. Það er reyndar ekki svo. Hér er verið að veita heimild til þess að veita ábyrgð að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Við munum að sjálfsögðu setja öll eðlileg skilyrði áður en þessi ábyrgð kann að verða veitt. Ef það gerist, verður það þá og því aðeins gert að þetta mál leiði til heilla og framþróunar í íslensku þjóðfélagi. Það er mergurinn málsins. Til þess er farið af stað með þetta mál og út af engu öðru þrátt fyrir dylgjur um annað úr þingsal og þrátt fyrir frammíköll eins og frá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni, varaforseta þingsins.