Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:16:38 (8798)

2002-05-03 14:16:38# 127. lþ. 137.2 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:16]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég segi já við þessu frv. Ég tel að með því sé verið að vinna að því að byggja upp nýja starfsemi á þessu sviði á Íslandi, byggja upp klasa af þekkingu, gera það að verkum að margt fólk geti haslað sér völl í nýrri atvinnugrein, fólk sem vinnur í hálaunastörfum. Það er eftir miklu að slægjast fyrir land og þjóð. Vissulega er verið að taka áhættu en ég tel að hún sé ásættanleg. Þess vegna segi ég já.