Stefna í byggðamálum 2002--2005

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:24:09 (8801)

2002-05-03 14:24:09# 127. lþ. 137.3 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál. 30/127, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:24]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Með samþykkt stefnumótandi áætlunar í byggðamálum eru lagðar línur af hálfu Alþingis fyrir næstu fjögur ár. Það er verkefni ráðuneyta að fylgja málum eftir og koma í framkvæmd þeim áætlunum sem hér er kveðið á um.

Það er enn fremur verkefni Alþingis að ákveða með fjárlögum hverju sinni fjárveitingar til þess að gera þessa áætlun að veruleika. Undirbúningur að byggðaáætlun var unninn af nefnd þar sem áttu sæti fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar auk háskólarektors sem leiddi það starf. Ég bind vonir við þessa áætlun. Hún er metnaðarfull en jafnframt sett fram af miklum heiðarleika og raunsæi. Ég segi já.