Stefna í byggðamálum 2002--2005

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:29:34 (8807)

2002-05-03 14:29:34# 127. lþ. 137.3 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál. 30/127, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:29]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við erum öll sammála um það á hinu háa Alþingi að ástandið í byggðamálum sé eitt erfiðasta þjóðfélagsvandamál á Íslandi en það segir sína sögu að stefna í byggðamálum, síðari umr., fór fram á hinu háa Alþingi á örskömmum tíma síðustu nótt. Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð. Margar hugmyndir í tillögunni eru góðar en þetta er allt saman óunnið, bæði í nefnd og hér á hinu háa Alþingi. Þess vegna munum við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði láta stjórnarmeirihlutann bera ábyrgð á þessari tillögu og við munum sitja hjá.