Umhverfisstofnun

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:34:42 (8812)

2002-05-03 14:34:42# 127. lþ. 137.4 fundur 711. mál: #A Umhverfisstofnun# frv. 90/2002, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:34]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Hér eru á ferðinni tilburðir til miðstýringar. Það er andstætt nútímahugsunarhætti í umhverfismálum að efna til miðstýrðra stofnana. Þetta er andstætt byggðastefnu og í grunninn hefur hæstv. ríkisstjórn nálgast þetta mál á skökkum forsendum. Í stað valddreifingar og þess að virkja einstaklinga og sveitarfélög er farið í miðstýrt apparat héðan frá höfuðborginni. Ég get ekki sætt mig við það og segi nei.