Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:39:48 (8814)

2002-05-03 14:39:48# 127. lþ. 137.5 fundur 520. mál: #A Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur# (gjaldtökuheimildir og náttúrustofur) frv. 92/2002, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:39]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Með því að samþykkja þetta frv. erum við að stíga skref í að efla náttúrustofurnar á landsbyggðinni. Ég mun beita mér fyrir því að það fari aukið fjármagn til þeirra. Umhvrn. mun gera samninga við náttúrustofurnar og það er ekki mikil andstaða við þetta frv. hjá náttúrustofunum. Við höfum gert breytingar á því til að að koma til móts við þau sjónarmið sem hafa komið fram við vinnslu málsins þannig að ég segi já.