Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:40:24 (8815)

2002-05-03 14:40:24# 127. lþ. 137.5 fundur 520. mál: #A Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur# (gjaldtökuheimildir og náttúrustofur) frv. 92/2002, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:40]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þetta mál er nú til umfjöllunar í annað sinn á hv. Alþingi og það hefur batnað frá því í fyrra. Við í Samfylkingunni höfum ákveðið að styðja málið og lögðum það til sem eigum sæti í umhvn. Ég tel að þær breytingar sem hafa verið gerðar á málinu séu til mikilla bóta. Ég tel að það sé skynsamlegt að sveitarfélögin hafi með þessar stofur að gera en ég lýsi áhyggjum mínum af framtíð þeirra vegna þess að þær eru of litlar og vanmáttugar eins og þær eru núna. Það þarf að skoða þessi mál betur.