Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:51:13 (8818)

2002-05-03 14:51:13# 127. lþ. 137.8 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:51]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Gæðastýring er góð þegar hún kemur frá grasrótinni, þegar hún kemur frá þeim sem vinna að málum. Gæðastýring er slæm þegar hún kemur að ofan og þegar henni er þrýst ofan í kokið á þeim sem eiga að vinna hana. Það er nauðsynlegt fyrir gæðastýringu að hún nái alveg til neytenda. Það gerir hún ekki hjá bændum. Hún nær bara að sláturhússdyrum. Það er ekkert samband á milli framleiðenda og neytenda í þessu gæðastýringarverkefni. Þess vegna er þetta fyrir fram dæmt til þess að mistakast. Þetta er ekkert annað en skriffinnska og vandræði fyrir bændur og á eftir að valda enn meiri fátækt hjá þeim bændum sem þegar eru verst settir.

Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.