Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:54:41 (8819)

2002-05-03 14:54:41# 127. lþ. 137.8 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:54]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Þessi brtt. á þskj. 1438 er svohljóðandi:

,,Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 38. gr. laganna skal takmörkunum á frjálsu framsali greiðslumarks ekki aflétt fyrr en endurskoðun sauðfjársamningsins er lokið og farið hefur fram úttekt á uppkaupum greiðslumarks með tilliti til dreifingar og búsetuskilyrða sauðfjárbænda.``

Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs telja að koma megi á framsali greiðslumarks milli bænda en rétt sé að skoða vel hvaða áhrif frjálst framsal getur haft á svæðisbundin búsetuskilyrði. Því þurfi að koma á framsalsreglum sem styrki svæðisbundna búsetu ekki síður en afkomu einstakra sauðfjárbænda.