Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 15:11:10 (8829)

2002-05-03 15:11:10# 127. lþ. 137.11 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, KVM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[15:11]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um frv. sem á að vera niðurstaða sátta en er ekki svo. Það verða engar sættir þó að þetta frumvarp taki gildi sem lög frá Alþingi. Það eykur á ósætti og það eykur það böl sem fiskveiðistjórnarkerfið í landinu hefur valdið íslenskum byggðum. Síðasta kvótaúthlutun fyrir nokkrum dögum undirstrikar það hvers konar skrípafyrirkomulag við búum við í íslenskum sjávarútvegi. Ég segi nei.