Þingfrestun

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 15:51:17 (8834)

2002-05-03 15:51:17# 127. lþ. 138.95 fundur 582#B þingfrestun#, BH
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur, 127. lþ.

[15:51]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Fyrir hönd alþingismanna vil ég flytja forseta kærar þakkir fyrir samstarfið í vetur og hlý orð í okkar garð. Það þing sem nú er að ljúka er óvenjustutt og ber eins og forseti greindi frá í ræðu sinni auðvitað svip af þeirri staðreynd að innan fárra vikna fara í hönd kosningar til sveitarstjórna.

Við höfum tekist á hér á Alþingi þetta árið eins og reyndin hefur verið frá fornu fari, en að lokum stöndum við upp sátt á kveðjustund þótt pólitískur ágreiningur skilji að sjálfsögðu oft að.

Ég vil að lokum færa forseta og fjölskyldu hans góðar kveðjur fyrir hönd okkar alþingismanna og starfsfólki Alþingis vil ég einnig þakka fyrir óhemjuþolinmæði, dugnað og umburðarlyndi í garð okkar. Bið ég þingmenn að taka undir góðar kveðjur til forseta Alþingis og fjölskyldu hans og þakkir til starfsfólks Alþingis með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]