Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 10:30:58 (56)

2001-10-04 10:30:58# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[10:30]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er á milli þingflokkanna um ræðutíma í umræðunni, eins og var á síðasta þingi, og hann er þessi: Ráðherra hefur 35 mínútur til framsögu, 15 mínútur í annað sinn og 10 mínútur í þriðja sinn. Talsmenn þingflokka hafa 20 mínútur í fyrsta sinn en 10 mínútur í annað og þriðja sinn. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa 10 mínútur í fyrra og síðara sinn. Andsvör verða leyfð frá upphafi umræðunnar, þó þannig að í fyrstu umferð verður aðeins talsmönnum þingflokkanna og fjmrh. heimilt að veita andsvör.