Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 13:40:23 (76)

2001-10-04 13:40:23# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[13:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Vegna ummæla hv. þm. er nauðsynlegt að taka fram að sá háttur er hafður á við þessa umræðu að talsmönnum flokka er gefinn kostur á því að taka til máls í upphafi án þess að andsvör séu veitt nema talsmenn flokkanna kjósi að veita þau. Þetta er gert til að hraða umræðunni til þess að tryggja það að sjónarmið einstakra flokka geti komið fram strax fyrir hádegi þannig að flokkarnir standi að því leyti nokkuð jafnir.