Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 14:54:44 (95)

2001-10-04 14:54:44# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[14:54]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er gömul umræða hér, eins og hv. þm. sagði, hvort miða eigi hækkun bóta við launavísitölu og taka launaskrið með inn í þá útreikninga. Það hefur ekki verið gert. Um það má auðvitað alltaf deila. Í uppsveiflu, eins og verið hefur undanfarið, þá kemur þar inn mismunur.

Ég hef rakið hvernig þessar hækkanir hafa verið reiknaðar á þessu ári og síðasta ári. Þegar uppsveifla er verður launaskrið og launavísitalan hefur verið hærri. Hins vegar er ekki víst að alltaf ári svo. Þannig að ég held að farsælla sé að hafa fasta viðmiðun við hækkun neysluverðsvísitölu.