Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 15:56:34 (109)

2001-10-04 15:56:34# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[15:56]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Þetta var líkara jarðarfararræðu yfir ríkisstjórninni en raunveruleikanum, að verið væri að mæra látinn vin því að svo miklar rangfærslur voru hjá hv. þm. Veit hann hver viðskiptahallinn er? Veit hann hver viðskiptahallinn í stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar hefur verið á sl. tveimur til þremur árum og til dagsins í dag? Er það til þess að hæla sér af? Veit hann hver verðbólgan er í dag? Varð hún bara til af engu? Hún varð til undir hagstjórn þessarar ríkisstjórnar. Veit hann hverjir vextirnir eru í dag? Og vaxtamet hér á landi, er það til að hæla sér af? Veit hann hvernig vöxtur þjóðarframleiðslu hefur orðið á síðustu árum? Hann hefur nánast staðið í stað. Veit hann hvernig útflutningsverðmæti hafa staðið á síðustu árum? Nánast í stað. Það er því af ýmsu hægt að hæla sér fyrir ríkisstjórn sem er búin að sitja samfleytt í tíu ár nánast, a.m.k. sumir þeirra og allt of lengi ...

(Forseti (ÍGP): Ég minni á að andsvaratíminn er ein mínúta.)

... og það í einu mesta góðæri sem þjóðin hefur búið við.