Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 16:03:52 (116)

2001-10-04 16:03:52# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[16:03]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. verði alltaf reiðari og reiðari og endurtek bara að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Ég held að það hafi verið aðrir þingmenn í þessum sal en ég og mínir flokksbræður sem fóru í smiðju í austurveg. Ég hugsa að það standi nær hv. andmælanda. (Gripið fram í.) En ég ætla ekki að fara að rifja upp alla stjórnmálasögu aldarinnar. Ég rifjaði upp í stuttu máli hvernig ástandið var þegar við tókum við stjórnartaumunum árið 1991. (Gripið fram í.) Það var bara nákvæmlega eins og ég lýsti því áðan. (SJS: Hversu langt ...?) Herra forseti. Mér þætti vænt um ef hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon gæti fengið orðið á eftir þannig að ég gæti talað þessa einu mínútu sem ég má tala. Hún er nú reyndar á þrotum. Þingmaðurinn er í miklum ham, hann er reiður, hann þolir ekki að heyra sannleikann og það er þá best að hætta þessu þannig að hann geti tekið ró sína á ný.