Fjárlög 2002

Fimmtudaginn 04. október 2001, kl. 16:07:01 (119)

2001-10-04 16:07:01# 127. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 127. lþ.

[16:07]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ánægður með að hv. þm. samþykkir þetta. Þar er gerð grein fyrir einum af þessum milljörðum. Þar vorum við hjartanlega sammála og ég vil draga það fram í þessari umræðu að það er ekki sanngjarnt að væna menn um það að standa í því að auka útgjöld ríkisins því að oft og tíðum eru skýringar sem tekur langan tíma að útskýra hvernig staðið er að málum. Í þessu tilfelli, varðandi þennan milljarð var það spurning um hvernig ætti að gera það, og báðir voru sammála um það. Ég vil bara að það komi fram að þetta þarf skýringa við og það er ekki hægt að slá því fram að menn vilji standa að útgjaldaaukningu en hafi ekki aðrar tillögur á móti sem sannarlega voru settar fram.